Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 5. desember, fundurinn fer fram á 2. hæð Korpúlfsstaða og hefst stundvíslega kl. 20:00.
Ársreikningur félagsins er eingöngu gefinn út á rafrænu formi og hefur hann nú verið birtur á vefsíðu félagsins, geta félagsmenn því verið búnir að kynna sér reikninginn áður en fundur hefst á fimmtudag.
Kjósa þarf til vararstjórnar á aðalfundi þar sem fjórir eru í framboði en sæti í varastjórn eru þrjú.
Kjörnefnd hefur stillt upp eftirtöldum aðilum í stjórn félagsins 2020
Formaður:
Björn Víglundsson (núverandi formaður)
Stjórnarmenn til tveggja ára:
Elín Sveinsdóttir (núverandi stjórnarmaður)
Guðný H. Guðmundsdóttir (núverandi stjórnarmaður)
Margeir Vilhjálmsson (núverandi stjórnarmaður)
Varastjórn til eins árs:
Gísli Guðni Hall (nýr í varastjórn)
Þórey Jónsdóttir (ný í varastjórn)
Stefán Már Stefánsson (er í varastjórn)
Að auki gefur kost á sér til varastjórnar:
Friðsemd Thorarensen
Meðfylgjandi er kynning á frambjóðendum - Framboð til varastjórnar 2020.pdf
Vonumst eftir að sjá sem flesta félagsmenn taka þátt á aðalfundi næstkomandi fimmtudag.
Golfklúbbur Reykjavíkur