Þriðjudaginn 3. september verður Golfmót Bingóspilara haldið á Korpúlfsstöðum. Leiknar verða 9 holur, Áin og verður ræst út frá kl. 08:00-11:00. Keppt verður í fjórum flokkum, mótsgjald er kr. 500 og hafa þeir þátttökurétt sem mættu í bingó síðastliðinn vetur. Veitt verða verðlaun fyrir eftirfarandi sæti:
Konur 50-74 ára
Besta skor og þrjú efstu sætin í höggleik
Konur 75 ára og eldri
Besta skor og þrjú efstu sætin í höggleik
Karlar 50-74 ára
Besta skor og þrjú efstu sætin í höggleik
Karlar 75 ára og eldri
Besta skor og þrjú efstu sætin í höggleik
Nándarverðlaun kvenna
- Næst holu á 13. og 17. braut
- Næst holu í 3. höggi á 18. braut
Nándarverðlaun karla
- Næstur holu á 13. og 17. braut
- Næstur holu í 2. höggi á 18. braut
Verðlaunaafhending mun svo fara fram á fyrsta bingói vetrarins sem haldið verður föstudaginn 6. september kl. 10:30 á annari hæð Korpunnar.
Bingóspilarar eru þeir eldri kylfingar klúbbsins sem mæta reglulega í vetrarstarfið - pútta, fá sér kaffi og taka þátt í mánaðarlegu bingói.
Umsjónarmenn mótsins eru þeir Kristján, Páll og Karl.