Golffjör GR eru námskeið sem starfrækt eru yfir sumartímann og eru hugsuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Námskeiðin fara fram á æfingasvæði GR í Grafarholti - Básum. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki. Grunnatriði leiksins eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Skráning

Skráningar í Golffjör GR 2022 eru hafnar og fer skráning fram hér

Innifalið í Golffjöri GR er: 

  • 4 daga golfkennsla
  • Aukaaðild í GR - aðgangur að Grafarkots- og Thorsvelli
  • Boltakort í Bása
  • Pizzuveisla á lokadegi
  • Prufuvika á sumaræfingar hjá GR
  • Diploma í lok námskeiðs

Systkinaafsláttur, 20% er veittur (20% af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina). 

Námskeið

Námskeið sem haldin verða sumarið 2022 verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:

13. - 16. júní 4 dagar
20. - 23. júní 4 dagar
27. - 30. júní   4 dagar
11. - 14. júlí 4 dagar
18. - 21. júlí 4 dagar
08. - 11. ágúst 4 dagar
15. - 18. ágúst    4 dagar

Verð fyrir Golffjör GR 2022 er kr. 18.900 fyrir 4 daga námskeið. 

Námskeiðin hefjast klukkan 9:00 alla morgna og standa til klukkan 13:00. Kennsla fer fram í Grafarholti (Básum). Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd eftir veðri og hafa með aukafatnað, viðbúin öllu. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk.

Eftir að hafa lokið námskeiði stíga krakkarnir mörg hver inn í starfið hjá klúbbnum og fara að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Þjálfarar