Icelandair
Cargo -
mótaröð

Icelandair Cargo mótaröðin er ætluð meðlimum Golfklúbbs Reykjavíkur 18 ára og yngri, keppt er í 8 mismunandi flokkum og verður leikið  á Korpúlfsstaðavelli á þriðjudagsmorgnum síðan sumarið 2018. Mótaröðin hefur reynst góður stökkpallur fyrir þau yngstu til þess að öðlast leik- og keppnisreynslu ásamt því að mikil spenna og stemning myndast í öllum flokkum.

Þátttaka og
leikfyrir-
komulag

Allir iðkendur Golfklúbbs Reykjavíkur,  18 ára og yngri, sem greiða félagsgjöld í klúbbinn og hafa öðlast löglega EGA forgjöf geta skráð sig til leiks. Það er því ákveðin hvatning fyrir þá sem hafa ekki fengið forgjöf að drífa í því til þess að geta tekið þátt í mótaröðinni.

Leikin eru 10 mót og af þeim gilda 6 bestu til verðlauna, leikin er punktakeppni svo að allir hafi jafna möguleika á að sigra. Gefin eru stig eftir árangri í hverju móti og í lok sumars verða stigameistarar hvers flokks krýndir ásamt því að sá keppandi sem hlýtur flest stigin hlýtur titilinn Icelandair Cargo Stigameistari GR. Verðlaun verða veitt á glæsilegu lokahófi sem haldið er í ágúst.

Keppendum er frjálst að taka þátt í eins mörgum mótum og þeir vilja. Skráning fer fram í gegnum Golfbox.    

Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda tölvupóst á berglind@grgolf.is

Allar tilkynningar varðandi mótin munu koma á facebook síðu barna og unglingastarfs GR,  Golfklúbbur Reykjavíkur - Æfingar

Flokkar

17-18 ára kk. Hvítir 17-18 ára kvk Hvítir
15-16 ára kk. Gulir 15-16 ára kvk. Bláir
14 ára og yngri kk. Rauðir/Bláir 14 ára og yngri kvk. Rauðir
Fgj. 30,5 og hærra kk. Gull (9) Fgj. 30,5 og hærra kvk. Gull (9)

Leikdagar
2020

19. júní 07. júlí (Meistaramót)
23. júní 14. júlí
30. júní 21. júlí 
05. júlí (Meistaramót) 28. júlí
06. júlí (Meistaramót) 04. ágúst

Við þökkum Icelandair Cargo kærlega fyrir að gera okkur kleift að halda þessa mótaröð og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á vellinum í sumar.

Með kveðju, 
Þjálfarar