Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur er án efa stærsti viðburður hvers árs í mótahaldi hjá klúbbnum. Mótið, sem yfirleitt er haldið í byrjun júlí, stendur yfir í 7 daga þar sem keppt er í öllum flokkum. Þátttakendur hafa verið allt frá 400-600 og er því mikið um að vera á vellinum á mótsdögum. Meistaramóti lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu á laugardegi þar sem félagsmenn koma saman og gleðjast yfir góðum árangri.

Meistaramót
GR 2020

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2020 fer fram dagana 5. – 11. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Keppt er annars vegar í þriggja daga keppni sem er leikin frá sunnudegi til þriðjudags og hins vegar fjögurra daga keppni sem hefst á miðvikudegi og lýkur á laugardegi. 

Meistaramóti lýkur með glæsilegu lokahófi og verðlaunaafhendingu laugardagskvöldið 11. júlí sem auglýst er þegar nær dregur Meistaramótsviku. 

Golfklúbbur Reykjavíkur hvetur alla félagsmenn til þátttöku í Meistaramóti 2020. 

Mótsstjórn

Mótsstjórn verður kynnt þegar nær dregur Meistaramóti

Áætlaðir
rástímar

Áætlaðir rástímar verða birtir hér þegar nær dregur Meistaramóti

Keppnis-
skilmálar

Staðar-
reglur

Grafarholt - Staðarreglur

GR - Staðarreglur - Grafarholt.pdf


Korpa - Staðarreglur

GR - Staðarreglur - Korpa.pdf

Skipting flokka

Flokkar karla

Flokkur Forgjöf Teigur
M.fl. kk. 0-4,4 Hvítur
1.fl. kk. 4,5-10,4 Gulur
2.fl. kk. 10,5-15,4 Gulur
3.fl. kk. 15,5-20,4 Gulur
4.fl. kk. 20,5-27,4 Blár
5.fl. kk. 27,5-54 Rauður
50+ kk. 0-10,4 Gulur
50+ kk. 10,5-20,4 Gulur
50+ kk. 20,5-54 Gulur
70+ kk. 0-54 Rauður

Flokkar kvenna

Flokkur Forgjöf Teigur
M.fl. kvk. 0-10,4 Blár
1.fl. kvk. 10,5-17,4 Rauður
2.fl. kvk. 17,5-24,4 Rauður
3.fl. kvk. 24,5-31,4 Rauður
4.fl. kvk. 31,5-54 Rauður
50+ kvk. 0-16,4 Rauður
50+ kvk. 16,5-26,4 Rauður
50+ kvk. 26,5-54 Rauður
70+ kvk. 0-54 Rauður

Börn & unglingar

Flokkur Forgjöf Teigur
10 ára og yngri kk. 0-54 Gull
10 ára og yngri kvk. 0-54 Gull
11-14 ára kk. 0-23,9 Blár
11-14 ára kk. 24-54 Rauður
11-14 ára kvk. 0-23,9 Rauður
11-14 ára kvk. 24-54 Rauður
15-16 ára kk. Gulur
15-16 ára kvk. Rauður
17-18 ára kk. Gulur
17-18 ára kvk. Rauður

Fréttir af Meistaramóti