90 ára afmælismót GR haldið 22. júní – leikið af öllum 9 holum lykkjum félagsins Grafarholt og Korpu, fögnum saman á sumarsólstöðum

Þann 22. júní næstkomandi verður 90 ára afmælismót GR leikið á völlum félagsins, mótið er innanfélagsmót. Þennan dag ætlum við að leika af öllum 9 holu lykkjum félagsins – Sjórinn, Áin, Landið, Grafarholt fyrri og Grafarholt seinni 9.  Ræst verður út samtímis af öllum teigum kl. 09:00, 12:00 og 15:00. Byrjað verður að fylla allar lykkjur í fyrsta rástíma kl 9:00.

ATH! Ekki verður byrjað að bóka í holl kl. 12:00 fyrr en rástími kl. 09:00 er orðinn fullur á öllum lykkjum.

Hámarksforgjöf hjá öllum kylfingum er 36 og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og höggleik á hverri lykkju yfir daginn. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum valla.

Opnað verður fyrir skráningu í mótið þriðjudaginn 11. júní kl. 13:00 í mótaskrá á Golfbox. Félagsmenn þurfa að skrá sig til leiks á þeirri lykkju sem þeir kjósa að spila, hægt verður að skrá sig  til leiks í eftirfarandi mót:

 • A – Korpa – Áin
 • B – Korpa – Landið
 • C – Korpa – Sjórinn
 • D – Grafarholt – fyrri 9
 • E – Grafarholt – seinni 9

Mótsgjald er kr. 4.400 – innifalið er:

 • Fríir upphitunarboltar í Básum fyrir leik
 • Kaffi og vöfflur að leik loknum
 • Afmælisveisla í lok dags á 2. hæð Korpu
 • Veitingar í afmælisveislu, streetfood box sem inniheldur:
  • Mini burger
  • Kjúklingavefju
  • BBQ kjúklingalegg
  • Franskar og chilli majó

Afmælisveisla hefst á 2. hæð Korpu kl. 18:00 þar sem boðið verður upp á veitingar, verðlaunaafhending og skemmtiatriði (nánar auglýst síðar).

Við hvetjum félagsmenn, unga sem aldna til að skrá sig til leiks og fagna 90 ára afmæli félagsins með okkur á sumarsólstöðum.

Afmæliskveðja,
Stjórn og starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur