Íslandsmótinu í golfi 2025 lauk í gær á Hvaleyrarvelli þar sem okkar eini sanni Dagbjartur Sigurbrandsson varð Íslandsmeistari!
Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Dagbjarts sem lék hringina fjóra á 283 höggum eða samtals fimm höggum undir pari. Mikil spenna var á meðal efstu manna og réðst úrslitin á lokaholunni.
Fyrir lokahringinn var Dagbjartur tveimur höggum frá efsta sætinu. Axel Bóasson hafði leikið frábærlega á heimavelli og haldið forystu sinni frá fyrsta degi. Dagbjartur setti tóninn strax á fyrstu holu og fékk þar magnaðan örn. Strax var ljóst að mikið einvígi myndi fara fram á Hvaleyrarvelli. Dagbjartur og Axel skiptust á að leiða mótið. Aron Snær Júlíusson blandaði sér einnig í baráttuna með frábærri spilamennsku á fyrri níu holunum. Þegar á síðustu holuna var komið leiddi Dagbjartur með einu höggi. Bæði hann og Axel áttu góðan séns á fugli, en Axel þó nær. Eftir að Dagbjartur missti pútt sitt fyrir fugli átti Axel möguleika á því að komast í umspil. Púttið geigaði og Dagbjartur Íslandsmeistari karla í golfi 2025.
Við óskum Dagbjarti innilega til hamingju með titilinn 🏆
Að lokinni verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins voru einnig veitt verðlaun fyrir stigameistara GSÍ mótaraðarinnar, Íslandsmótið markaði endinn af mótaröðinni.
Tómas Eiríksson Hjalested er stigameistari í karlaflokki GSÍ mótaraðarinnar árið 2025.

Hér fyrir neðan höfum við svo mynd af stigameistara GSÍ í karlaflokki 2025 – Tómas Eiríksson Hjaltested, Íslandsmeistara í golfi 2025 – Dagbjartur Sigurbrandsson og Íslandsmeistara í holukeppni 2025 -Böðvar Bragi Pálsson.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sína titla 🏆
Áfram GR!


