Okkar vinsæla liðakeppni eða FootJoy bikarinn fer af stað í næstu viku.
Skráning er í fullum gangi og stendur hún út þessa viku, það eru takmörkun á fjölda liða og því gildir reglan „fyrst koma fyrst fá“.
Leikið er í fjögurra liða riðlum þar sem öll liðin leika innbyrðis þannig að öll liðin fá að minnsta kosti 3 leiki.
Að lokinni riðlakeppni hefst 8 liða úrslitakeppni. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í úrslitakeppnina en gert er ráð fyrir 16 liðum í þessari keppni. Í hverjum leik eru sex leikmenn í hvoru liði, en lið geta notað allt að 12 manna hóp.
Meðfylgjandi er skráningarhlekkur í mótið FootJoy bikarinn – skráningarhlekkur
Þátttökugjald er 9.000 kr. á lið og greiðist við skráningu.