85 ára afmælismót GR í samvinnu við Sierra Golf Resort

85 ára afmælismót GR í samvinnu við Sierra Golf Resort

Í tilefni af 85 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur verður glæsilegt innanfélagsmót haldið laugardaginn 1. júní í samvinnu við vinavöll okkar í Póllandi, Sierra Golf Resort. Þetta verður fyrsti viðburður af mörgum á afmælisárinu og vonum við að félagsmenn mæti til leiks og geri sér glaðan dag. Mótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli og verða lykkjur mótsins Sjórinn/Áin. Ræst verður út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og er hámarksforgjöf gefin 36 hjá körlum og konum.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning hefst mánudaginn 27. maí  kl. 15:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 3.400 kr. og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi 20 upphitunarboltar í Básum áður en leikur hefst. Þátttakendur gefa sig fram í afgreiðslu Bása áður en boltar eru afhentir.

Við hvetjum alla nýja félaga í klúbbnum og þá sem eru að hefja golfferilinn til að mæta, taka þátt og kynna sér leik og leikreglur í mótum.

Korpa klúbbhús verður með eftirfarandi tilboð fyrir félagsmenn á mótsdegi:

 • Korpuborgari með stórum kranabjór á 2.490 kr. - Súpa dagsins og kaffi fylgir.
 • Korpuborgari með gosi á 2.290 kr. - Súpa dagsins og kaffi fylgir.

Verðlaun í mótinu:

Karlaflokkur - punktakeppni:

 1. sæti – Sierra Golf Resort, 7 daga dvöl fyrir tvo*
 2. sæti – Flug með Air Iceland Connect og golfhringur hjá GA
 3. sæti – ECCO gjafabréf að verðmæti 40 þúsund
 4. sæti – FootJoy bolur og peysa frá Íslensk Ameríska
 5. sæti – 1 mánuður í styrktarþjálfun hjá Sparta


Kvennaflokkur - punktakeppni:

 1. sæti – Sierra Golf Resort, 7 daga dvöl fyrir tvo*
 2. sæti – Flug með Air Iceland Connect og golfhringur hjá GA
 3. sæti – ECCO gjafabréf að verðmæti 40 þúsund
 4. sæti – FootJoy bolur og peysa frá Íslensk Ameríska
 5. sæti – 1 mánuður í styrktarþjálfun hjá Sparta


Nándarverðlaun:
 2.braut - Morgunæfingar með Margeiri og Inga í júní og Gullkort í Bása
 6.braut - Morgunæfingar með Margeiri og Inga í júní og Gullkort í Bása
 9.braut - Morgunæfingar með Margeiri og Inga í júní og Gullkort í Bása
13.braut - Morgunæfingar með Margeiri og Inga í júní og Gullkort í Bása
17.braut - Morgunæfingar með Margeiri og Inga í júní og Gullkort í Bása

*Innifalið: Akstur til og frá flugvelli (sótt í flug og skutlað aftur fyrir heimför), gisting í glæsilegum íbúðum, morgunverður, ótakmarkað golf, ótakmarkaður aðgangur að æfingasvæði, ótakmarkaður fjöldi æfingabolta á æfingasvæði, hátíðarkvöldverður (gestir velja hvaða kvöld þeir fá kvöldverðinn, yfirleitt fyrsta eða síðasta kvöldið), samlokur, vatn og bjór í ísskáp íbúðar við fyrsta kvöldið.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland og er með netfangið dora@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit