Góð stemmning var á næststíðasta púttkvöldi GR kvenna

Góð stemmning var á næststíðasta púttkvöldi GR kvenna

Líkt og undanfarin púttkvöld var góð stemning á Korpunni á áttunda og næstsíðasta púttkvöldi GR kvenna. Um hundrað og þrjátíu konur tóku þátt í púttinu og spjölluðu og spáðu eins og enginn væri morgundagurinn. Á fæstum höggum þetta þriðjudagskvöld fór hún Lára Eymunds en hún fór betri hringinn sinn á 25 höggum.

Og nú að mótinu sjálfu, Púttmótaröð GR kvenna 2018, þar er spennan í hámarki!

Mjög mjótt er á munum á toppnum og til að halda spennunni allt til enda þá ætlum við ekki að birta stöðuna eins og hún er núna að loknum 8 skiptum. Níunda og síðasta púttkvöldið verður næsta þriðjudag og þá kemur í ljós hver verður krýnd Púttmeistari GR kvenna árið 2018.

Til að krýna og fagna nýkrýndum púttmeistara er boðið til veislu að pútti loknu á Korpunni næsta þriðjudag. Þá verður líka dregið úr mörgum mörgum skorkortum svo það er alveg þess virði að staldra við og njóta léttra veitinga og góðs félagsskapar um leið og við gleðjumst.

Við opnum húsið á sama tíma og venjulega eða kl.18 og púttum fram til kl. 21:00. Veitingar og verðlaunaafhending að pútti loknu.

Sjáumst á þriðjudag!

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit