Púttmótaröð GR kvenna – kátar konur mættu til leiks í sjöttu umferð

Púttmótaröð GR kvenna – kátar konur mættu til leiks í sjöttu umferð

Það var góður hópur GR kvenna sem mættu kátar til leiks á sjötta púttkvöldi vetrarins á Korpunni í vikunni. Langar brautir og aðrar styttri með allskonar brotum flæktust fyrir sumum okkar á meðan hinar rúlluðu upp góðu skori.

Hafdís Guðmundsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Leidy Karen Steinsdóttir fóru völlinn á fæstum höggum eða 27, Leidy Karen var með betra skor á seinni 9 holunum.

Eftir sex umferðir er Linda Björk Bergsveinsdóttir efst á 115 höggum og Lilja Viðarsdóttir í öðru sæti á 116 höggum svo er mjög mjótt á munum þeirra sem á eftir koma og stefnir í spennu og rífandi gleði á næstu vikum.

Enn eru þrjú skipti eftir en Púttmeistari GR kvenna verður krýndur að afloknu síðasta púttkvöldinu þann 26.mars nk. Þá gerum við okkur glaðan dag með léttum veitingum og gleðjumst saman.

Næsta þriðjudag fer sjöunda púttkvöldið fram, vonumst til að sjá ykkur sem flestar þar.

Meðfylgjandi er skor sjöttu umferðar og staðan að loknum sex hringjum.

puttmótaröð 5. mars_6. umferð.pdf
puttmótaröð 2019 staðan eftir 6 umferðir.pdf

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit