Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2020 haldinn mánudaginn 7. desember

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2020 haldinn mánudaginn 7. desember

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2020 verður haldinn mánudaginn 7. desember kl. 20:00.

Fundarstaður: vegna samkomutakmarkana verður aðalfundur haldinn á rafrænu formi. Félagsmenn þurfa að skrá sig til fundar með því að senda tölvupóst með nafni og kennitölu á gr@grgolf.is - skráningar þurfa að berast fyrir kl. 18:00 á fundardag. 

Dagskrá:

  1. Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
  4. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
  5. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
  6. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  7. Kynning á fjárhagsáætlun komandi starfsárs, umræður og atkvæðagreiðsla.
  8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
  9. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
  10. Önnur málefni ef einhver eru.

Fundarstjóra og fundarriturum er skylt að ganga frá fundargerðum.

Sent verður út fundarboð með tölvupósti þegar nær dregur fundi til allra þeirra sem skrá sig. Með þessum hætti getum við tryggt að sem flestir félagar geti tekið þátt í aðalfundinum sem og greitt atkvæði þegar þess gerist þörf.


Virðingafyllst, Stjórn GR

Athugið að ársskýrsla GR verður eingöngu tiltæk á rafrænu formi og er að finna í hlekk hér fyrir neðan ásamt öðrum skjölum fyrir aðalfund.

Ársreikningur GR 2020
Tillaga að breytingu á lögum Golfklúbbs Reykjavíkur 2020.pdf
Stjórnarkjör á aðalfundi Golfklúbbs Reykjavíkur 2020.pdf

Til baka í yfirlit