Aðalfundur haldinn á mánudag - framvísa þarf neikvæðu hraðprófi

Aðalfundur haldinn á mánudag - framvísa þarf neikvæðu hraðprófi

Við minnum félagsmenn á aðalfund GR 2021 sem haldinn verður mánudaginn 6. desember kl. 20:00 og fer fram á 2. hæð Korpúlfsstaða.

Taka skal tillit til gildandi reglna vegna samkomutakmakana en núverandi reglur kveða á um að allir fundargestir skuli framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Hægt er að sjá þær reglur sem eru í gildi hér

Hægt er að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum:

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut 34
BSÍ í Reykjavík
Harpa í Reykjavík
Kringlan í Reykjavík
Kleppsmýrarvegi í Reykjavík 


Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig í hraðpróf og mæta til leiks á aðalfund næstkomandi mánudag. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit