Hluti meistaraflokks og afrekskylfinga GR halda til Spánar í æfingaferð dagana 9. - 16. febrúar ásamt þjálfurum. Æfingar falla af þeim sökum niður í þessari viku en púttmótaröðin verður á sínum stað á sunnudaginn og hvetjum við alla til þess að mæta og taka þátt.
Við hvetjum iðkendur einnig til þess að taka aukaæfingar sjálf á Korpu og vonandi í Básum líka ef boltar fást. Æfingar hefjast aftur samkvæmt plani mánudaginn 18. febrúar. Við vonum að þetta mæti skilningi hjá okkar ungu og upprennandi kylfingum.
Kveðja,
Þjálfarar