Afhending pokamerkja hefst mánudaginn 29. apríl

Afhending pokamerkja hefst mánudaginn 29. apríl

Nú þegar opnun valla er rétt handan við hornið eru félagsmenn væntanlega farnir að gera golfpokann kláran fyrir komandi golfsumar. Til að vera gjaldgengur á vellinum er nauðsynlegt að vera rétt merktur. 

Afhending pokamerkja 2019 hefst á skrifstofu klúbbsins mánudaginn 29. apríl og er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 09-16. Einnig verður hægt að fá pokamerki afhent í golfverslun á Korpu, miðvikudaginn 1. maí.

Nýjir félagar sem eiga eftir að fá félagsskírteini sín afhent fá það gert á skrifstofu klúbbsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit