Áfram bætist í hóp vinavalla GR – Hellishólar

Áfram bætist í hóp vinavalla GR – Hellishólar

Enn bætist í hóp vinavalla GR fyrir komandi sumar og er völlurinn að Hellishólum hjá Golfklúbbi Þverár ellefti völlurinn sem GR-ingum gefst kostur á að heimsækja í sumar.

Hellishólar bjóða upp á krefjandi og skemmtilegan 9 holu golfvöll sem umkringdur er stórkostlegri náttúru og renna árnar Þverá og Grjótá í gegnum völlinn. Ferðaþjónusta er á staðnum þar sem boðið er upp gistingu í sumarhúsum, á hóteli og á tjaldvæði, um er að ræða 25 sumarhús og 36 herbergja hótel. Auk golfsins má þar finna aðra afþreyingu eins og hestaleigu, veiði, heita potta og leiksvæði. Auk vinavallasamnings býðst félagsmönnum GR 20% afsláttur af allri gistingu á Hellishólum.

Sömu reglur gilda um leik á Hellishólum og á öðrum vinavöllum, félagsmenn GR greiða kr. 2.000 fyrir leik á vellinum sama hvort leiknar eru 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini í afgreiðslu og ganga frá greiðslu vallargjalds. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti, sbr. fyrirtækjamót.

Við hlökkum til samstarfsins við Golfklúbb Þverár og vonum að félagsmenn verði duglegir að nýta sér þennan nýja kost í hópi vinavalla á komandi sumri.

Vefsíða Hellishóla

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit