Áfram opið í Básum – hámark 20 manns

Áfram opið í Básum – hámark 20 manns

Áfram verður opið í Básum nú þegar hertari reglur hafa tekið gildi vegna Covid-19. Frá og með deginum í dag tekur fjöldatakmörkun upp á 20 manns gildi og mun það gilda a.m.k. næstu tvær vikurnar.

Mikilvægt er fyrir okkur öll að sinna hreyfingu og hvetjum við félagsmenn og aðra kylfinga til að mæta í Bása og viðhalda sveiflunni ásamt geðheilsu á meðan þessi bylgja gengur yfir. Taka skal tillit til 2ja metra reglunnar í umgengni við aðra gesti og starfsfólk. 

Við minnum einnig á mikilvægi þess að þvo hendur, spritta og gæta að almennu hreinlæti. 

Kveðja,
Starfsfólk Bása

Til baka í yfirlit