Afreksbikarinn 2019 leikinn á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Afreksbikarinn 2019 leikinn á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Afreksbikarinn 2019 fór fram á Grafarholtsvelli í dag í haustblíðu eins og hún gerist best. Seinka þurfti rástímum um hálftíma þegar mætt var til leiks í morgun vegna næturfrosts og fóru því fyrstu kylfingar af stað um 09:30. Mótið er til styrktar þeim sex kylfingum úr Golfklúbbi Reykjavíkur  sem reyna fyrir sér á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla og kvenna og á LPGA og þökkum við öllum keppendum og öðrum sem hafa lagt af mörkum kærlega fyrir stuðninginn.

Úrslit úr móti dagsins urðu þessi:

Besta skor:
Tómas Eiríksson Hjaltested, 69 högg

Punktakeppni:

  1. Helgi Barðarson (GA), 43 punktar
  2. Kristján Þór Sveinsson (GR), 41 punktar
  3. Albert Guðmann Jónsson (GÞ), 40 punktar
  4. Sigurjón Þ. Sigurjónsson (GR), 39 punktar
  5. Björn Viktor Viktorsson (GL), 39 punktar
  6. Gísli Borgþór Bogason (GR), 39 punktar

Tveir kylfingar til viðbótar enduðu leik á 39 punktum, þeir Sigurbjörn Hjaltason og Hjörtur Ingþórsson en úrslit raðast eftir þeim sem betri urðu á seinni 9, 6, 3 o.s.frv.

Nándarverðlaun:
2.braut
– Bjarni Bjarnason 1,46m
6.braut – Rúnar Guðjónsson, 2,22m
11.braut – Helgi Barðarson, 3,56m
17.braut – Steinunn Þorkelsdóttir 0,08m

Við óskum sigurvegurum í mótinu til hamingju með sinn árangur, hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 á þriðjudag, 1. október.

Áfram verður hægt að styðja við bakið á okkar afrekskylfingum með því að leggja inn frjáls framlög á styrktarreikning 0133-26-012095, kt. 580169-7409.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit