Afreksbikarinn 2019 – opið mót á Grafarholtsvelli

Afreksbikarinn 2019 – opið mót á Grafarholtsvelli

Afreksbikarinn 2019 er opið mót sem haldið verður á Grafarholtsvelli sunnudaginn 29. september. Mótið er til styrktar þeim kylfingum klúbbsins sem reyna fyrir sér á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla og kvenna og LPGA. Í ár eru sex kylfingar á vegum GR sem reyna fyrir sér:

 • Andri Þór Björnsson (Evrópumótaröð karla)
 • Berglind Björnsdóttir (Evrópumótaröð kvenna)
 • Dagbjartur Sigurbrandsson (Evrópumótaröð karla)
 • Guðmundur Ágúst Kristjánsson (Evrópumótaröð karla)
 • Haraldur Franklín Magnús (Evrópumótaröð karla)
 • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (LPGA)

Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni. Ræst er út frá kl.9:00. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 6 efstu sætin í punktakeppni. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning hefst þriðjudaginn 24. september  kl.12:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 5.000 og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi eru 50 boltar í Básum áður en leikur hefst. Þátttakendur gefa sig fram í afgreiðslu Bása áður en boltar eru afhentir.

ATH! Þeir sem ekki hafa tök á að taka þátt í mótinu og/eða vilja styðja við bakið á afrekskylfingum okkar geta lagt inn frjáls framlög á styrktarreikning 0133-26-012095, kt. 580169-7409.

Verðlaun í mótinu:

Punktakeppni:

 1. FOOTJOY REGNGALLI + GULLKORT Í BÁSA
 2. SRIXON GOLFPOKI – VANTSHELDUR + GULLKORT Í BÁSA
 3. FOOTJOY FLEX GOLFSKÓR + GULLKORT Í BÁSA
 4. SRIXON GOLFPOKI – VANTSHELDUR + GULLKORT Í BÁSA
 5. FOOTJOY FLEX GOLFSKÓR + GULLKORT Í BÁSA
 6. FOOTJOY FLEX GOLFSKÓR + GULLKORT Í BÁSA

Besta skor:
FOOTJOY REGNGALLI OG FOOTJOY FLEX GOLFSKÓR

Nándarverðlaun:
2.braut - Gullkort í Bása og gjafabréf fyrir fjóra á velli GR
6.braut - Gullkort í Bása og gjafabréf fyrir fjóra á velli GR
11.braut - Gullkort í Bása og gjafabréf fyrir fjóra á velli GR
17.braut - Gullkort í Bása og gjafabréf fyrir fjóra á velli GR

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland og er með netfangið dora@grgolf.is

Til baka í yfirlit