Air Iceland Connect mótið var leikið á Korpunni í dag, ræst var út samtímis af öllum teigum kl. 09:00 og fóru keppendur að tínast inn upp úr kl. 14:00. Að leik loknum gæddu þátttakendur sér á veitingum á meðan skor var slegið inn og voru úrslit kynnt rétt í þessu. Í forgjafarflokki 8,5 og hærra kom Kjartan Guðjónsson bestur inn á 47 punktum og í forgjafarflokki 0-8,4 voru þeir Jón Valur Jónsson og Ólafur Marel Árnason jafnir á 41 punkt en Jón Valur var betri á seinni 9. Rafn Stefán Rafnsson lauk einnig leik í þeim flokki á 41 punkt en kom jafnframt inn á besta skorinu, 69 höggum, og hlaut verðlaun fyrir það. Úrslit í mótinu urðu þessi:
Forgjafarflokkur 0-8,4
- Jón Valur Jónsson, 41 punktar
- Ólafur Marel Árnason, 41 punktar
- Þorsteinn Ingi Ómarsson, 39 punktar
Forgjafarflokkur 8,5 og hærra
- Kjartan Guðjónsson, 47 punktar
- Unnar Karl Jónsson, 43 punktar
- Þorsteinn Svanur Ólafsson, 42 punktar - betri á seinni 9
Besta skor: Rafn Stefán Rafnsson – 69 högg
Golfklúbbur Reykjavíkur og Air Iceland Connect þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.