Air Iceland Connect mótið – úrslit

Air Iceland Connect mótið – úrslit

Air Iceland Connect mótið var leikið á Korpunni í dag, ræst var út samtímis af öllum teigum kl. 09:00 og fóru keppendur að tínast inn upp úr kl. 14:00. Að leik loknum gæddu þátttakendur sér á veitingum á meðan skor var slegið inn og voru úrslit kynnt rétt í þessu. Í forgjafarflokki 8,5 og hærra kom Kjartan Guðjónsson bestur inn á 47 punktum og í forgjafarflokki 0-8,4 voru þeir Jón Valur Jónsson og Ólafur Marel Árnason jafnir á 41 punkt en Jón Valur var betri á seinni 9. Rafn Stefán Rafnsson lauk einnig leik í þeim flokki á 41 punkt en kom jafnframt inn á besta skorinu, 69 höggum, og hlaut verðlaun fyrir það. Úrslit í mótinu urðu þessi:

Forgjafarflokkur 0-8,4

  1. Jón Valur Jónsson, 41 punktar
  2. Ólafur Marel Árnason, 41 punktar
  3. Þorsteinn Ingi Ómarsson, 39 punktar

 

Forgjafarflokkur 8,5 og hærra

  1. Kjartan Guðjónsson, 47 punktar
  2. Unnar Karl Jónsson, 43 punktar
  3. Þorsteinn Svanur Ólafsson, 42 punktar - betri á seinni 9 

Besta skor: Rafn Stefán Rafnsson – 69 högg

Golfklúbbur Reykjavíkur og Air Iceland Connect þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.

Til baka í yfirlit