Alls 150 kylfingar skráðir í Íslandsmótið í golfi

Alls 150 kylfingar skráðir í Íslandsmótið í golfi

Mikill áhugi var meðal kylfinga á Íslandsmótinu i golfi sem fram fer á Jaðarsvelli dagana 5. – 8. ágúst á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar. Alls eru 150 kylfingar skráðir til leiks úr 22 klúbbum, Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar eiga flesta fulltrúa, GR með alls 34 keppendur, 23 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. GKG er með alls 27 keppendur, 21 í karlaflokki og 6 í kvennaflokki.

Alls eru 116 keppendur í karlaflokki en 34 í kvennaflokki og er þetta þriðja árið í röð þar sem  hámarksfjölda mótsins er náð

Hægt verður að fylgjast með Íslandsmótinu í beinni á vef Golfsambandsins – golf.is

Til baka í yfirlit