Alvöru skor á Icelandair Cargo mótaröðinni – Böðvar Bragi setti nýtt vallarmet, 62 högg

Alvöru skor á Icelandair Cargo mótaröðinni – Böðvar Bragi setti nýtt vallarmet, 62 högg

Það var alvöru skor sem skilaði sér inn á Icelandair Cargo mótaröðinni sem leikin var hjá ungmennum klúbbsins í gær. Dagbjartur Sigurbrandsson kom í hús á 63 höggum og jafnaði um leið vallarmet Andra Þórs Björnssonar. Stuttu síðar kom Böðvar Bragi Pálsson, félagi hans í hús á 62 höggum og setti þar með nýtt vallarmet.

Fleiri góð skor skiluðu sér inn í umferð gærdagsins og er ljóst að okkar mörgum tókst að lækka forgjöfina.

Við óskum drengjunum til hamingju með frábær skor og Böðvari Braga til hamingju með nýtt vallarmet á lykkjunum Landið/Áin á Korpu.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit