Kuldalegt var í morgunsárið þegar fyrstu kylfingar mættu til leiks í Opna Klaka mótinu sem fór fram í dag á Korpúlfsstöðum. Lykkjurnar sem voru spilaðar voru Sjórinn og Áin. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Andri Þór Björnsson spilaði frábært golf í dag á 66 höggum eða á 6 höggum undir pari.
Úrslit úr mótinu voru þessi:
Punktakeppni
1.sæti: Júlíana Jónsdóttir GB 40 punktar (Betri síðustu 6)
2.sæti: Friðrik Friðriksson GSE 40 punktar (Betri á seinni 9)
3.sæti: Ingi Þór Hermannsson GO 40 punktar
4.sæti: Frans Páll Sigurðsson GK 39 punktar
5.sæti: Eiríkur Ólafsson GB 38 punktar
Besta skor: Andri Þór Björnsson 66 högg (-6)
Nándarverðlaun:
3.braut: Eysteinn Jónsson 4,2 m
6.braut: Bjarni Þór Lúðvíksson 17 cm
9.braut: Ólafur Már Ólafsson 1,22 m
13.braut: Siggeir Vilhjálmsson 1,23 m
17.braut: Bragi Jónsson 4,37 m
Golfklúbbur Reykjavíkur og Klaki þakka keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og verðlaunahöfum til hamingju með sinn árangur.
Vinninga úr mótinu er hægt að nálgast á skrifstofu Golfklúbbs Reykjavíkur, Korpúlfsstöðum eftir kl.13 mánudaginn 17.september.