Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín allir með á Áskorendamóti vikunnar

Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín allir með á Áskorendamóti vikunnar

GR - ingarnir Andri þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús verða allir á meðal keppenda á Euram Bank Open mótinu í vikunni en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið haldið dagana 15. - 18 júlí í Austurríki á Adamstal Golf Club og fer Guðmundur Ágúst af stað kl 10:15, Haraldur Franklín kl 11:20 og Andri Þór kl 11:30 í dag.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í mótinu: https://www.europeantour.com/european-tour/euram-bank-open-2020/leaderboard

Við sendum baráttukveðjur til okkar manna og fylgjumst spennt með gangi mála næstu daga!

Áfram GR!

Til baka í yfirlit