Andri Þór náði sínum besta árangri frá upphafi á Áskorendamótaröðinni

Andri Þór náði sínum besta árangri frá upphafi á Áskorendamótaröðinni

Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði sínum besta árangri frá upphafi á Big Green Egg German Challenge sem leikið var á Áskorendamótaröðinni um síðustu helgi. Mótið fór fram á Wittelsbacher vellinum í Þýskalandi og tóku þrír íslenskir atvinnukylfingar þátt – Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Andri lék mjög stöðugt golf og lék hringina fjóra á samtals 283 höggum (71-71-71-70) sem skilaði honum í 32. sæti á samtals 1 höggi undir pari. Þeir Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu móti.

Við óskum Andra Þór til hamingju með árangurinn um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit