Andri Þór og Guðrún Brá sigruðu á ÍSAM-mótinu um helgina

Andri Þór og Guðrún Brá sigruðu á ÍSAM-mótinu um helgina

ÍSAM-mótið sem er fyrsta mótið af þremur á heimslistamótaröðinni fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar um helgina. Keppnin var gríðarlega spennandi og stóðu þau Andri Þór Björnsson úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK uppi sem sigurvegarar.

Andri Þór Björnsson lék hringina þrjá á -4 samtals og var einu höggi betri en Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) sem var efstur fyrir lokahringinn. Heimamennirnir úr GM, Kristófer Karl Karlsson og Björn Óskar Guðjónsson voru jafnir í þriðja sæti á -2 samtals.

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR voru jafnar á -2 eftir 54 holur. Þær léku bráðabana um sigurinn og hafði Guðrún Brá betur eftir að þær höfðu leikið 6 holur í bráðabana. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) varð þriðja á +10 samtals og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) varð fjórða á +12 samtals.

Skor og úrslit úr mótinu má sjá hér

Við óskum sigurvegurum helgarinnar til hamingju og okkar fólki til hamingju með frábæran árangur á mótinu um helgina.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit