Áramótapútt 2018 - úrslit

Áramótapútt 2018 - úrslit

Áramótapútt var haldið á 2. hæð Korpunnar á gamlársdag og voru það um 70 manns sem mættu til leiks. Keppnin varð afar jöfn og spennandi og þáðu þátttakendur veitingar í boði GR bæði fyrir og eftir keppni og myndaðist góð stemning í klúbbhúsinu á þessum síðasta degi ársins.

Úrslitin í áramótapútti 2018 urðu þessi:

Í kvennaflokki sigraði Magdalena M. Kjartansdóttir á 27 púttum og varð Auðbjörg Erlingsdóttir önnur einnig á 27 púttum. Í þriðja sæti varð svo Laufey V. Oddsdóttir á 29 púttum.

Í karlaflokki sigraði Finnur Gauti Vilhelmsson örugglega á 24 púttum og næstur varð Sigurjón Árni Ólafsson á 26 púttum, þriðji varð svo Daði Kolbeinsson á 26 púttum.

Þess skal getið að sex keppendur léku á 26 púttum, sami fjöldi á 27 og nokkrir á 28 púttum. Við röðun í verðlaunasæti voru púttin undir pari á seinni 9 holunum höfð til hliðsjónar. Þess skal getið að Sigurjón Árni lék átta holur í röð á einu pútti og geri aðrir betur.

Við þökkum þeim fjölmörgu félagsmönnum sem komu og kvöddu árið með okkur í Áramótapútti 2018.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit