Áramótapútt á gamlársdag

Áramótapútt á gamlársdag

Áramótapútt GR verður haldið á 2. hæð Korpunnar á gamlársdag, hver leikmaður leikur 36 holur og telja 18 betri til verðlauna. Áramótapúttið var einnig haldið á síðasta ári þar sem vel var mætt og myndaðist skemmtileg stemmning meðal félagasmanna á síðasta degi ársins. 

Hægt verður að mæta á milli kl. 09-12 og eins og áður sagði verða 36 holur leiknar þar sem betri 18 telja til verðlauna. Glæsileg verðlaun verða veitt  fyrir 3 efstu sætin í kvenna- og karlaflokki.

Boðið verður uppá kaffi og piparkökur.

Áramótapúttið er góð upphitun fyrir púttmótaraðir karla og kvenna sem hefjast á nýjan leik um miðjan janúar 2019.

Umsjónarmaður með púttinu á gamlársdag verður Halldór B. Kristjáns og stefnir hann ekki á annað en að hafa gaman af. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit