Ágætu félagsmenn, nú ætlum við að blása til áramótapúttmóts þann 31. Desember, gamlársdag. Húsið opnar kl. 10:00 og verður opið fram til kl.14:00. Leiknar eru 18 holur og verða verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin. Verðlaunaafhending fer fram kl.14:00. Allir félagsmenn GR eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Kaffi, heitt kakó og piparkökur verða í boði fyrir þátttakendur. Enski boltinn verður á skjánum frá kl. 10:00.
Verðlaun:
1. Fjöldskyldupakki frá Landsbjörg að verðmæti 29.500 kr.
2. Fjölskyldupakki frá Landsbjörg að verðmæti 19.500 kr.
3. Fjöldskyldupakki frá Landsbjörg að verðmæti 15.500 kr.
4. Fjöldskyldupakki frá Landsbjörg að verðmæti 8.500 kr.
5. Fjölskyldupakki frá Landsbjörg að verðmæti 4.100 kr.
Hlökkum til að sjá sem flesta og kveðja árið sem er að líða.
Golfklúbbur Reykjavíkur