Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson hefja leik á Euram Bank Open sem hefst í dag. Mótið fer fram á GC Adamstal, Ramsau í Austurríki og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ChallengeTour) sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða karla í Evrópu.
Haraldur Franklín er að leika á sínu níunda móti á tímabilinu en hann náði sínum besta árangri í Frakklandi í lok júní þegar hann lauk leik á samtals -8 og endaði í 8. sæti.
Nýkrýndur klúbbmeistari GR, Andri Þór Björnsson er að leika á sínu þriðja móti á þessu tímabili. Hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum.
Þetta er sjöunda mót Guðmundar og fyrsta mót Bjarka á tímabilinu. Guðmundur náði sínum besta árangri á Írlandi í maí þar sem hann endaði í 12. sæti.
Allar upplýsingar – rástíma, skor og stöðu keppenda á Euram Bank Open má finna hér
Við óskum strákunum góðs gengis í Austurríki um helgina!
Golfklúbbur Reykjavíkur