Áskorendamótaröðin: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín hefja leik í Cape Town á morgun

Áskorendamótaröðin: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín hefja leik í Cape Town á morgun

Annað mótið á Áskorendamótaröðinni 2020 verður leikið í Cape Town um helgina og eru þeir Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín báðir skráðir til leiks.

RAM Cape Town Open er leikið á tveimur völlum, Royal Cape GC og King David Mowbray GC í Cape Town, Suður Afríku og hefst keppni á morgun. Okkar menn hefja leik á Royal Cape á morgun og hafa rástímar nú þegar verið birtir.

Guðmundur og Haraldur unnu sér inn keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni eftir góðan árangur á Nordic Tour á síðasta ári, þeir komust hvorugir í gegnum niðurskurð á fyrsta móti ársins sem leikið var um síðustu helgi. RAM Cape Town Open hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunndag, 9. febrúar. Leiknir verða fjórir hringir í mótinu og niðurskurður eftir fyrstu tvo.

Við hlökkum til að fylgjast með þeim félögum á vellinum um helgina og óskum þeim alls hins besta!

Hér er hægt að fylgjast með stöðu og skori keppenda á móti helgarinnar

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit