Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru meðal keppenda á fyrsta móti ársins sem leikið er á Áskorendamótaröðinni. Áskorendamótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu og verða fyrstu þrjú mótin, sem eru samstarf Áskorendamótaraðar og Sunshine mótaraðarinnar, leikin í Suður-Afríku. Mótið, Limpopo Championship, sem leikið verður um helgina hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag og fer fram á Euphoria vellinum í Modimolle.
Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín unnu sér báðir inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni 2020 með góðum árangri á Nordic Tour á síðasta ári.
Rástímar hafa verið birtir og verður hægt að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér
Við sendum strákunum baráttukveðjur alla leið til Suður-Afríku og óskum þeim hins besta á vellinum um helgina.
Golfklúbbur Reykjavíkur