Aukið framboð rástíma á völlum GR

Aukið framboð rástíma á völlum GR

Eins og félagsmenn okkar hafa orðið varir við þá hefur verið mikil eftirspurn eftir rástímum á völlum félagsins. Ákveðið hefur verið að bregðast við þessu með því að fjölga rástímum þannig að ræst verður út á 9 mínútna fresti í stað 10 mínútna.

Með breyttum golfreglum þar sem leitartími hefur verið styttur og leyfilegt er að hafa stöngina í þegar púttað er hefur leikhraði í golfi klárlega aukist, en meðal leikhraði hefur verið innan við 4 klst á völlum GR í vor. Þetta er enn meira áberandi með þeim sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi og býður upp á tækifæri til þess að ræsa út hraðar og stytta tímann á milli rástíma um eina mínútu.

Ávinningur
Með þessu fyrirkomulagi bætast daglega við 10 holl í Grafarholti, önnur 10 holl á 18 holu Korpu og 10 holl í viðbót á Korpu 9 holur. Þarna bætast daglega við 30 holl eða 120 kylfingar.

Á viku bætast þá við 210 holl eða 840 kylfingar og munar verulega um það.

Ákveðið hefur verið að þessar breytingar taki gildi frá og með 15. júní, þýðir það að þegar opnað verður fyrir rástímabókanir kl. 22:00 á fimmtudagskvöld þurfa félagsmenn að velja eftirfarandi velli til að bóka mánudaginn:

  • GR – Grafarholt 18 holur (Kl. 8-22) – 9 mín
  • GR – Korpa 18 holur (Kl. 8-22) – 9 mín
  • GR – Korpa 9 holur (Kl. 9-22) – 9 mín

Ef aftur á móti á að gera breytingar á áður bókuðum rástímum fyrir dagana 12. – 14. júní þá þarf að hafa í huga að velja þessa velli:

  • GR – Grafarholt 18 holur (Kl. 8-22) – 10 mín
  • GR – Korpa 18 holur (Kl. 8-22) – 10 mín
  • GR – Korpa 9 holur (Kl. 9-22) – 10 mín

Til að breyting sem þessi virki sem best þá er mikilvægt að minna á ábyrgð kylfinga við að halda uppi leikhraða þegar leikið er á völlum félagsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit