Báðir vellir klúbbsins lokaðir vegna frosts

Báðir vellir klúbbsins lokaðir vegna frosts

Næturfrostið er farið að gera vart við sig og eru báðir vellir klúbbsins, Grafarholt og Korpa, lokaðir af þeim sökum í dag. Óvíst er með opnun valla næstu daga en félagsmenn eru beðnir um að fylgjast með því í rástímaskráningunum á golf.is.

Frá og með næsta mánudegi, 29. október, verður Grafarholtsvelli lokað fyrir veturinn, Korpúlfsstaðarvöllur verður eitthvað opinn áfram og mun staðan þar vera metin daglega, vallarstjóri skráir inn í rástíma sé völlurinn lokaður.

Thorsvöllur er, eins og áður, opinn allt árið og hafa félagsmenn því kost á að spila hann sama hvernig viðrar. Básar golfæfingasvæði er eins opið alla daga vikunnar og tilvalið að halda sveiflunni við yfir vetrartímann með reglulegum æfingum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit