Báðir vellir klúbbsins opnir í dag

Báðir vellir klúbbsins opnir í dag

Báðir vellir klúbbsins eru opnir félagsmönnum í dag, Grafarholtsvöllur opnaði þó ekki fyrr en á hádegi vegna næturfrosts. Ástand vallanna er metin dag hvern með tilliti til opnunar og eru félagsmenn beðnir um að fylgjast með því í rástímaskráningu á golf.is og eins á vefsíðu klúbbsins. 

Nú hefur klósettaðstöðum úti á völlunum verið lokað, við 6. braut á Korpunni og 10. teig í Grafarholti, ástæða þess er sú að verið er að tæma úr öllum vatnsleiðslum á vellinum áður en frystir enn frekar.

Við minnum á að Básar golfæfingasvæði er opið alla daga vikunnar og um að gera að nýta fallega haustdaga í að bæta sveifluna. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit