Báðir vellir loka formlega fyrir veturinn – þökkum fyrir golftímabilið 2021

Báðir vellir loka formlega fyrir veturinn – þökkum fyrir golftímabilið 2021

Frá og með 3. nóvember hefur báðum völlum félagsins verið formlega lokaðir fyrir veturinn. Golftímabilið 2021 nær yfir tæplega 6 mánuða tímabil hjá klúbbnum en Korpan opnaði þann 8. maí og Grafarholtið viku seinna eða 15. maí og hefur tímabilið gengið vel.

Félagsmenn geta áfram nýtt sér það að leika á Thorsvelli sem opinn er allt árið. Landið mun verða sett í vetrarbúning og verður hægt að bóka sig í rástíma á Golfbox – auglýst verður þegar opnað hefur verið inn á vetrarflatir og bókanir hefjast.

Básar golfæfingasvæði er opið alla daga vikunnar og tilvalið að mæta þangað í vetur, nýta sér Trackman Range til að halda utan um æfingarnar og halda sveiflunni við.

Við kveðjum golftímabilið 2021 sátt og þökkum félagsmönnum fyrir gott tímabil og hvetjum ykkur til að fylgjast með og taka þátt í vetrarstarfi klúbbsins sem fer á fulla ferð í janúar á nýju ári.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit