Bændaglíma GR 2020 verður haldin með breyttu sniði – Hvítt þema – ræst út af öllum teigum kl. 14:00

Bændaglíma GR 2020 verður haldin með breyttu sniði – Hvítt þema – ræst út af öllum teigum kl. 14:00

Það er ekki hægt að ljúka golfsumrinu 2020 án þess að halda síðasta innanfélagsmót ársins, sjálfa Bændaglímuna sem haldin verður laugardaginn 19. september á Grafarholtsvelli. Vegna aðstæðna sem hafa verið yfirvofandi allt árið (C-19) verður Bændaglíma GR 2020 haldin með breyttu sniði í ár og ekki blásið til veislu í golfskálanum að leik loknum.

Gleðin verður þó við völd á meðan á leik stendur, stöðvum með mat og drykk verður komið fyrir á mismunandi stöðum úti á velli. Þemað í ár verður hvítur klæðnaður og ætla veitingasalarnir okkar, þau Mjöll og Guðmundur að vera bændur, leikmenn skipast í lið þeirra – Korpu og Holtið.

Leikfyrirkomulag mótsins er Texas scramble höggleikur með forgjöf, fjórir leikmenn saman í liði. Forgjöf liðs er samanlögð vallarforgjöf leikmanna deilt með 10. Hámarksforgjöf sem gefin er til hvers leikmanns er 36. Til að gera leikinn ennþá skemmtilegri verður eftirfarandi regla í gildi: Skylt verður að velja að minnsta kosti tvö teighögg frá hverjum liðsmanni.  Annað hinna völdu teighögga verður að vera á par 3 holu. Veitt verða verðlaun fyrir fjögur efstu sætin í liðakeppni.

Skráning í Bændaglímu hefst föstudaginn 11. september kl. 13:00. Mikilvægt er að þeir sem ætla að spila saman í holli séu skráðir saman í rástíma. Hámarksfjöldi er 132 keppendur. Mótsgjald er kr. 7.000 á mann og millifærist inn á reikning 0133-26-006509, kt. 650913-0270.

Ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 14:00. Ráslisti verður sendur á keppendur daginn fyrir og er mælst til þess að keppendur séu mættir tímanlega á teig.

Mótsstjóri verður Harpa Ægisdóttir – úrslitin verða birt á netinu að leik loknum.

Við minnum á að aldurstakmark til þátttöku er 20 ár.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Stjórn og starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur.

Til baka í yfirlit