Bætt inniæfingaaðstaða á Korpu – lokað frá 19. desember

Bætt inniæfingaaðstaða á Korpu – lokað frá 19. desember

Fimmtudaginn 19. desember munu framkvæmdir hefjast á inniæfingaaðstöðu Korpu og verður aðstaðan af þeim sökum lokuð frá og með þeim degi og fram yfir áramót.

Fyrsta skrefið að bættri aðstöðu verður að rífa upp það teppi sem hefur þjónustað okkur síðustu árin og í framhaldi verður farið í að flota allt gólfið á 2. hæðinni. Að þeirri vinnu lokinni verður nýtt pútt- og chipgras lagt yfir hæðina, lýsing í salnum verður endurnýjuð og verður fatahengi og aðstaða fyrir golfsettin sett upp.

Við biðjum félagsmenn afsökunar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar hafa í för með sér og hlökkum jafnframt til að opna fyrir ykkur bætta inniæfingaaðstöðu fljótlega á nýju ári.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit