Barna- og unglingastarf hefst að nýju mánudaginn 4. maí

Barna- og unglingastarf hefst að nýju mánudaginn 4. maí

Eftir langt hlé vegna Covid-19 munu æfingar hjá barna- og unglingastarfi félagsins hefjast á ný mánudaginn 4. maí en þá taka gildi nýjar reglur í samkomubanni með fjöldatakmörkunum upp á 50 manns.

Við höfum leyfi til þess að halda úti æfingum fyrir allt að 50 iðkendur í einu og búum svo vel að hóparnir eru ekki það stórir að við þurfum að hafa áhyggjur af fjöldanum sem sækir hverja æfingu. Hins vegar verðum við að standa öll þétt saman í því að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem yfirvöld hafa gefið út ásamt vinnureglum þjálfara og iðkenda sem má sjá hér í skjali hér fyrir neðan. Æfingatafla vorsins hefur verið birt á vefsíðu félagsins og má sjá hér

Við biðjum foreldra og iðkendur um að lesa vinnureglurnar vel yfir til þess að allt gangi sem best fyrir sig þegar æfingar hefjast á ný – með góðri samvinnu, aga og virðingu verða æfingarnar enn skemmtilegri!

Baráttunni gegn veirunni er ekki enn lokið þó vel gangi, þjálfarar eru fullir tilhlökkunar að taka á móti iðkendum á nýjan leik. Skilningur er þó á því ef einhverjir iðkendur veljið að mæta ekki á æfingar fyrst um sinn.

Reglur á æfingum.pdf
Facebook síða barna- og unglingastarfs

Ef iðkendur eða forráðamenn þeirra hafa einhverjar spurningar til þjálfara eru þeir hvattir til að hafa samband.

Kær kveðja,
Þjálfarar

Til baka í yfirlit