Básar opna aftur þriðjudaginn 20. október

Básar opna aftur þriðjudaginn 20. október

Félagsmenn og aðrir kylfingar geta nú tekið gleði sína á ný því í samræmi við nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var í gær mun golfæfingasvæði Bása opna samkvæmt hefðbundunum opnunartíma aftur á morgun, þriðjudaginn 20. október.

Opnað verður fyrir 1. og 2. hæð og mega að hámarki 20 manns vera á hvorri hæð fyrir sig. Við biðjum kylfinga að virða þessar fjöldatakmarkanir og minnum áfram á mikilvægi þess að þvo hendur, spritta og gæta að almennu hreinlæti.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Bása

Til baka í yfirlit