Berglind Björnsdóttir sigurvegari á Leirumótinu sem fram fór um helgina

Berglind Björnsdóttir sigurvegari á Leirumótinu sem fram fór um helgina

Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur fagnaði öruggum sigri á Leirumótinu sem haldið var á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina. Axel Bóasson sigraði í karlaflokki en mótið var það þriðja í stigamótaröð GSÍ mótaröðinni og var haldið í samstarfi við Golfbúðina og Courtyard by Marriott.

Berglind byrjaði lokadaginn með átta högg í forskot á næstu kylfinga. Eftir níu holur var forystan komin niður í sjö högg en Saga Traustadóttir, sem var þá í öðru sæti, komst aldrei nær. Berglind fékk þrjá fugla á síðari níu holunum og endaði hún daginn á 72 höggum, eða pari vallar. Hún lauk leik á þremur höggum yfir pari, átta höggum betur en Saga Traustadóttir sem varð öðru sæti, Andrea Ýr Ásmundsdóttir varð ein í þriðja sæti á 17 höggum yfir pari.

Alls voru 114 keppendur, 21 í kvennaflokki og 93 í karlaflokki. Mótið var eins og áður segir hluti af stigamótaröð GSÍ en markmiðið hjá mörgum kylfingum var tryggja sér keppnisrétt á fyrsta Íslandsmóti tímabilsins, Íslandsmótinu í holukeppni – sem fram fer í Þorlákshöfn um miðjan júní.

Helstu úrslit úr mótinu urðu þessi:

Kvennaflokkur
1.Berglind Björnsdóttir (GR): 219 högg, +3 (74-73-72)
2.Saga Traustadóttir (GR): 227 högg, +11 (78-77-72)
3.Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 233 högg, +17 (76-79-78)

Karlaflokkur
1.Axel Bóasson (GK): 205 högg, -12 (66-70-68)
2.Andri Már Óskarsson (GOS): 211 högg, -5 (69-70-72)
3-5.Fannar Ingi Steingrímsson (GHG): 215 högg, -1 (70-77-68)
3-5.Birgir Björn Magnússon (GK): 215 högg, -1 (75-69-71)
3-5.Ingi Þór Ólafsson (GM): 215 högg, -1 (70-74-71) 

Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér

Við óskum Berglindi innilega til hamingju með sigurinn um helgina og öðrum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit