Besti árangur Guðmundar Ágústar á Evrópumótaröðinni

Besti árangur Guðmundar Ágústar á Evrópumótaröðinni

Lokadagur Open de Portugal mótsins fór fram í gær en vegna slæms veðurs fyrr um helgina þurfti leika tvo hringi í gær. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á meðal keppenda og endaði hann mótið jafn í 20. sæti. Mótið var hluti af Evrópumótaröð karla og Áskorendamótaröðinni og er þetta besti árangur hans á Evrópumótaröðinni.

Guðmundur hafði lokið við sex holur á þriðja hring þegar hann hóf leik í gær. Þá var hann samtals á tveimur höggum undir pari. Hann lék fínt golf í  gær og náði sér í 11 fugla á þessum tæplega tveimur hringjum. Hann fékk einnig fjóra fugla og lék því allar holurnar í gær á sjö höggum undir pari.

Guðmundur endaði mótið á samtals níu höggum undir pari og endaði mótið eins og áður sagði jafn í 18. sæti. Bestu árangur hans fyrir þetta mót á Evrópumótaröðinni kom í Austurríki fyrr í sumar þegar að hann endaði jafn í 57. sæti.

Þess má til gamans geta að Guðmundur er nú kominn með 15 stig á stigalista Evrómótaraðarinnar, Race to Dubai stigalistanum, og er hann í 274. sæti á listanum. 

Það var Suður-Afríkubúinn Garrick Higgo sem bar sigur úr býtum. Hann endaði mótið á samtals 19 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Til baka í yfirlit