Bingó eldri kylfinga þann 23. nóvember

Bingó eldri kylfinga þann 23. nóvember

Hópur eldri kylfinga klúbbsins mætir alla morgna á Korpuna og púttar eða bregður sér út á völl sé veðrið bærilegt. Yfir vetrartímann er haldið mánaðarlegt bingó þar sem heiðursfélaginn Karl Jóhannsson stýrir ferðinni. Flottir vinningar eru í boði og er almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð.

Næsta bingó fer fram föstudaginn 23. nóvember og er dagskráin þessi:

Kl. 10:00 – Pútt
Kl. 10:30 – Kaffi
Kl. 11:00 – Bingó

Allir eldri kylfingar klúbbsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum frábæra félagsskap.

Bingónefndin hlakkar til að sjá sem flesta næsta föstudag á Korpunni. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit