Bókaðir rástímar: afskráning á ábyrgð félagsmanna

Bókaðir rástímar: afskráning á ábyrgð félagsmanna

Í byrjun júní var gerð könnun á því hvernig og hvort félagsmenn væru að mæta í bókaða rástíma. Almennt var mætingin góð en þó ljóst að félagsmenn mega bæta sig við það að afskrá sig í rástíma sem þeir ætla ekki að nýta. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að meðaltal þeirra kylfinga sem mæta ekki daglega er 51 kylfingur eða 17 kylfingar á dag á  hverjum velli.

Til að bregðast við þeirri miklu eftirspurn sem hefur verið eftir rástímum frá opnun valla þá var farið í þá breytingu að rástímar yrðu bókaðir með 9 mínútna millibili í stað 10 og tók sú breyting gildi  mánudaginn 15. júní og hefur sú breyting gengið vel fyrir sig og hefur haft óveruleg áhrif á leikhraða.

BANN VERÐUR SETT Á ÞÁ SEM AFBÓKA EKKI RÁSTÍMA
Frá og með föstudeginum 26. júní munu nýjar reglur taka gildi um mætingu í rástíma hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Félagsmönnum verður skylt að staðfesta rástíma sinn í Golfbox Appi eða hjá starfsmanni í golfverslun. Afbóki félagsmaður ekki né staðfesti rástíma sinn gilda eftirfarandi reglur:

  • Sé bókaður rástími EKKI staðfestur í eitt skipti fær félagsmaður viðvörun
  • Sé bókaður rástími EKKI staðfestur í tvö skipti verður félagsmaður settur í viku bann frá bókun rástíma

Leiðbeiningar um staðfestingu rástíma og afskráningu með Golfbox Appi verða sendar út til félagsmanna eftir helgi.

Það er von okkar að félagsmenn bregðist vel við þessum reglum og afbóki tímanlega þá rástíma sem þeir hyggjast ekki nýta..

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit