Boltatínsla í Básum - lokum kl. 14:00 laugardaginn 20. mars

Boltatínsla í Básum - lokum kl. 14:00 laugardaginn 20. mars

Laugardaginn 20. mars verður tínsludagur í Básum og mun æfingsvæðið því loka kl. 14:00, síðustu boltar seldir kl. 13:30.

Börn og unglingar sem æfa hjá GR ætla að mæta og taka til hendinni og eins og allir vita þá vinna margar hendur létt verk og hvetjum við því félagsmenn til að mæta og taka til hendinni með okkur. Að tínslu lokinni verður boðið upp á pizzur og gos.  

Á sunnudag verður æfingsvæðið opið samkvæmt venjulegum opnunartíma, frá kl. 10:00 – 20:00. 

Sjáumst
Starfsfólk Bása

 

Til baka í yfirlit