Börn & unglingar – æfingatafla vetrarmánaða, birt með fyrirvara um breytingar

Börn & unglingar – æfingatafla vetrarmánaða, birt með fyrirvara um breytingar

Birt hafa verið drög af æfingatöflu fyrir barna og unglingastarf klúbbsins sem tekur gildi frá og með 9. nóvember þegar æfingar hefjast að nýju og gildir til áramóta.

Gengið er út frá því að æfingar geti hafist með eðlilegum hætti en fyrirvari þó hafður á vegna samkomutakmarkanna í tengslum við Covid-19. Því skal taka tillit til þess að æfingataflan er birt með fyrirvara um breytingar og yrðu þær tilkynntar ef eitthvað nýtt kemur í ljós.

Dagskrá föstudagsæfinga verður kynnt betur þegar nær dregur og á það sama við um æfingatöflu meistaraflokka sem settar eru á miðvikudögum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi æfingar í vetur er velkomið að senda póst á Snorra Pál á netfangið snorri@grgolf.is

Við hvetjum alla iðkendur til þess að nýta grasið meðan það er enn grænt til æfinga á völlum félagsins, hafið það sem allra best í október.

Kveðja,
Þjálfarar

 

Til baka í yfirlit