Brautarholt í hópi vinavalla GR sumarið 2019

Brautarholt í hópi vinavalla GR sumarið 2019

Áframhaldandi vinavallasamningur hefur verið undirritaður við Golfklúbb Brautarholts en klúbbarnir fór í fyrsta sinn í samstarf á síðasta ári.

Golfklúbbur Brautarholt var stofnaður 2011 og var opnað fyrir golfleik á Brautarholtsvelli í lok júlí 2012. Völlurinn er 12 holur og er að finna glæsilegt klúbbhús fyrir kylfinga sem og glæsilega æfingaflöt þar sem hægt er að æfa bæði chipp og pútt áður en farið er á völlinn. Eins og flestir kylfingar vita þá er Brautarholtsvöllur einn af glæsilegustu golfvöllum landsins og var meðal annars í 40. sæti á lista yfir 100 bestu golfvelli Norðurlanda árið 2017.

Félagsmenn GR hafa þriggja daga bókunarfyrirvara í Brautarholti og líkt og á öðrum vinavöllum félagsins þarf að framvísa félagsskírteini áður en leikur hefst á vinavöllum og greiða vallargjald í afgreiðslu.

  • Félagsmenn GR greiða kr. 2.900 þegar leiknar eru 12 holur.
  • Félagsmenn GR greiða 2.900 kr. fyrir kl.15:00 á virkum dögum og eftir kl. 14:00 um helgar fyrir 18 holu hring á vellinum.
  • Félagsmenn GR greiða 3.900 kr. eftir kl.15:00 á vikum dögum og fyrir kl. 14:00 um helgar fyrir 18 holu hring á vellinum.

Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit