Brautir í fóstur – nýtt verkefni, vilt þú hjálpa til?

Brautir í fóstur – nýtt verkefni, vilt þú hjálpa til?

Brautir í fóstur er nýtt tilraunaverkefni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sem býður félagsmönnum og golfhópum upp að taka að sér eina braut á golfvöllum félagsins og fóstra yfir golftímabilið. Metnaður félagsins er að vinna stöðugt að því að gera góða velli enn betri og fá félagsmenn hér tækifæri til að taka virkan þátt í því.

Fóstrun felur í sér að þeir sem taka að sér braut sjá um að hirða hana og eru helstu verkefnin þessi:

  • Tína brotin tí við teiga
  • Hreinsa brautir og teiga fyrir torfusneplum
  • Halda brautum hreinum og snyrtilegum og taka það rusl sem fellur til
  • Gera við boltaför á flötum
  • Raka glompur, ef þú ert þar og sérð auka fótspor eða órakað svæði (þegar hrífur verða aftur leyfðar á völlum)
  • Tilkynna um það sem betur má fara á þinni braut til yfirvallarstjóra – ellert@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur yfir að ráða alls 45 golfbrautir á völlum félagsins, okkar markmið er að fá einstaklinga og hópa til að fóstra þessar brautir á komandi tímabili.

Skráning fer fram hjá framkvæmdarstjóra í gegnum netfangið omar@grgolf.is – ef félagsmenn hafa aðrar tillögur um það sem betur má fara má einnig senda þær á sama netfang. 

Vonumst eftir góðum undirtektum og hlökkum til að takast á við þetta nýja verkefni saman!

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit