Búið er að opna æfingaaðstöður klúbbsins á Korpu og í Básum og verður opið samkvæmt áður auglýstum opnunartímum. Inniæfingaaðstaða Korpunnar hefur nú rýmri opnunartíma fyrir félagsmenn þar sem púttmótaröðum karla og kvenna hefur verið aflýst og má sjá uppfærðan opnunartíma hér
Básar verða áfram opnir samkvæmt auglýstum opnunartíma og geta kylfingar því mætt og undirbúið sig fyrir golfsumarið. Til að stuðla að því að kylfingar sinni golfiðkun sinni verður 30% afsláttur af boltakortum fram til föstudags. Athugið að starfsmaður í afgreiðslu er á vakt alla virka daga frá kl. 16:00.
Eins og áður minnum við félagsmenn á takmarkanir verða á fjölda einstaklinga í samræmi við það sem gefið hefur verið út af Landlækni og minnum á handþvott, spritt og almennt hreinlæti. Það er á ábyrgð hvers og eins að gæta þess að nálægð við næsta einstakling sé innan þeirra marka sem lagt er til, 2 metrar.
Við megum svo ekki gleyma að það vorar áður en við vitum og því um að gera að huga vel að líkama og sál og er hægt er að nýta sér þær frábæru gönguleiðir sem liggja í kringum vellina okkar.
Golfklúbbur Reykjavíkur