Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR sigraði á Egils Gull mótinu

Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR sigraði á Egils Gull mótinu

Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS og fögnuðu sínum fyrsta sigri á ferlinum um helgina á „Mótaröð þeirra bestu.“ Þau sigruðu á Egils Gull mótinu sem lauk í gær á Þorlákshafnarvelli. 

Skorið var glæsilegt í báðum flokkum. Í karlaflokki  lék Dagbjartur hringina þrjá samtals á 8 höggum undir pari sem er glæsileg spilamennska hjá GR-ingnum unga en Dagbjartur er einungis 16 ára gamall.

Keppendahópurinn var sterkur á Egils Gull-mótinu. Á meðal keppenda voru margfaldir Íslandsmeistarar og atvinnukylfingar. Má þar nefna Ólaf Björn Loftsson (GKG) og Axel Bóasson (GK) sem er ríkjandi Íslandsmeistari. 

Árangur kylfinga úr röðum GR var heilt yfir góður um helgina og átti GR 11 kylfinga á meðal 25 efstu í karlaflokki, GR sigraði liðakeppnina í karlaflokki þar sem 3 kylfingar úr hverjum klúbbi eru tilnefndir áður en mótið hefst og veitt eru verðlaun fyrir samanlagðan árangur í mótslok.


Lokastaðan í karlaflokki:
1.Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8)
2.-3.Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7)
2.-3.Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7)
4.Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6)
5.-6.Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5)
5.-6.Hákon Örn Magnússon, GR (66 -71-71) 208 högg (-5)


Lokastaðan í kvennaflokki:
1.Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72-67) 209 högg (-4)
2.-3.Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69-73) 213 högg (par)
2.-3.Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70-70) 213 högg (par)
4.Saga Traustadóttir, GR (68-76–72) 216 högg (+3)
5.Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75-72) 219 högg (+6)
6.Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (74-76-71) 221 högg (+8)

Við óskum Dagbjarti og öðrum sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju með frábæran árangur um helgina. 

Áfram GR!

Til baka í yfirlit